Lærum og nærum -
fræðsluvefur um næringu
Lærum og nærum er fræðsluvefur fyrir kennara, foreldra og forsjáraðila barna og ungmenna. Hér má finna námsefni, fræðslutexta og upplýsingar um næringu til að fræða börn og ungmenni um hollt mataræði. Fræðsluefnið er byggt í kringum barnabókina Ævintýri Petru papriku ásamt öðru fræðsluefni sem næringarfræðingurinn og rithöfundurinn Hafdís Helgadóttir hefur gefið út.
Bókin – Ævintýri Petru papriku
Ævintýri Petru papriku er saga fyrir börn þar sem næringarfræðsla er fléttuð inn á skemmtilegan hátt. Yngri börnin njóta lifandi mynda, eldri börn lesa sjálf og kafa dýpra. Aftast er fræðslukafli fyrir þann sem les með barninu og leiðarvísir í efni á netinu. Textinn hentar vel fyrir lesblinda.
„Mæli með að þið nælið ykkur í eintak af þessari frábæru barnabók... Algjör negla!"
— Íris Mist MagnúsdóttirUpplýsingar um bókina
- Aldur: 2-10 ára
- Þema: Næringarfræðsla fyrir börn
- Letur: Lesblindu-vænt
- Myndir: Hildur Hörn Sigurðardóttir
- Ritstjórn: Sæunn Þórisdóttir
- Ritrýni: Börn 2-10 ára
Næsta bók – Petra paprika og innrásin
Petra paprika og innrásin er önnur bókin um ævintýraheim Petru papriku og litríku matvælanna. Ógn steðjar að Líkamanum og mikilvæg skilaboð frá Ónæmiskerfinu berast á Heilsustofnun Líkamans. Petra paprika og félagar þurfa að bregðast hratt við.
Upplýsingar um bókina
- Aldur: 2-10 ára
- Þema: Næringarfræðsla og ónæmiskerfið
- Síður: 36 bls.
- Útgáfuform: Sveigjanleg kápa
- Myndir: Hildur Hörn Sigurðardóttir
Námsefni & fræðslumolar
Skoðaðu og sæktu fræðsluefni fyrir kennara, foreldra og forsjáraðila. Allt efni er ókeypis og hægt að nota í kennslu og heimanámi.
Ævintýri Petru papriku - Kennsluleiðbeiningar
Hugmyndabanki fyrir grunnskóla
Lesskilningsverkefni
Verkefni fyrir næringarfræðslu
Litabók
Borðum regnbogann
Regnbogasmakk verkefni
Fræðsla með regnbogasmakk verkefni
Veggspjöld
Næringarefni og fæðuflokkar
Veldu möppu til að skoða skrár
Smelltu á einhverja möppu til vinstri til að sjá PDF skrárnar sem eru í henni.
Smelltu á einhverja möppu hérna fyrir ofan til að sjá PDF skrárnar sem eru í henni.
Umsagnir
Hvað segja foreldrar, kennarar og börn um bókina og fræðsluefnið? Hér má sjá dæmi af umsögnum frá þeim sem hafa prófað efnið.
„Mæli með að þið nælið ykkur í eintak af þessari frábæru barnabók eftir Hafdís Helgadóttir sem er einnig næringarfræðingur. Algjör negla og fullkomin í jólapakkan. Til hamingju með þetta Hafdís!"
„Ég elska Petru papriku"
„Við erum báðar mjög ánægðar með hana. Sköpuðust skemmtilegar umræður í kringum lesturinn"
„Bókin um Petru papriku er skemmtileg, fyndin og lærdómsrík. Í skólanum var ég einmitt að læra um næringarefni og svoleiðis, og ég fékk algjörlega hjálp frá bókinni þá"
„Þetta er besta bók sem ég hef lesið"
Fræðslumolar frá Instagram
Fylgdu mér á @hafdisnaering fyrir daglegar ráðleggingar, fræðslumola og næringarupplýsingar fyrir börn, unglinga og fullorðna. Hér má sjá dæmi af efni sem ég deili reglulega.
Fyrir börn
- Vertu góð fyrirmynd við borð.
- Leyfðu barninu að taka þátt í eldhúsinu.
- Foreldri ákveður hvað/hvenær/hvar, barnið hvort og hversu mikið.
- Kynntu nýjan mat rólega og ítrekað.
- Vatn með og milli máltíða.
Fyrir unglinga
- Skipuleggðu daginn (æfingar, skóli, hádegisval).
- Drekktu vatn; forðastu íþróttadrykki nema við langar æfingar.
- Borðaðu reglulega morgunmat.
- Hugsaðu kolvetni + prótein + fita yfir daginn.
- Hlusta á hungur/seddu og borða í núvitund.
Fyrir fullorðna
- Vikuskipulag máltíða og innkaup.
- Lesa innihaldslýsingar og velja minna unnið.
- Bæta næringarríku inn frekar en að taka út.
- Núvitund við borð; njóta matarins.
Um Hafdísi
Ég heiti Hafdís Helgadóttir og er næringarfræðingur, kennari og bókaútgefandi. Í gegnum árin hef ég haldið fræðsluerindi, veitt ráðgjöf og samið kennsluefnið Heil og sæl fyrir Námsgagnastofnun. Árið 2024 gaf ég út barnabókina Ævintýri Petru papriku og er önnur bókin um Petru papriku, Petra paprika og innrásin, væntanleg í lok árs 2025. Mér er sérstaklega hugleikið að fræða börn, foreldra og kennara með skapandi aðferðum sem hvetja til heilbrigðs lífsstíls.
Spurt & svarað
Bókin hentar börnum á aldrinum 2-10 ára. Yngri börnin njóta mynda og einfaldra texta, á meðan eldri börn geta lesið sjálf og kаfað dýpra í efnið.
Já, textinn er hannaður með lesblinda í huga og notar leturgerð og skipulag sem auðveldar lestur fyrir börn með lesskorðun.
Já, allt námsefni er leyft til notkunar í kennslu og heimanámi. Vinsamlegast tilgreinið höfund við notkun.
Já, ég kem gjarnan í skóla og leikskóla með fyrirlestra og gagnvirka námskeið. Hafið samband til að ræða möguleika.
Hafa samband
Ertu með spurningar um næringu, vilt bóka fyrirlestur eða kaupa bókina? Ég hlakka til að heyra frá þér!
Hafðu samband
hafdis24@gmail.com
Fylgdu mér og sendu skilaboð
@hafdisnaering
Svartími
Netfang: Ég svara venjulega innan 24 klst.
Samfélagsmiðlar: Fylgstu með fyrir uppfærslur og ráðleggingar
Fyrirlestrar: Hafðu samband fyrir tímabókanir